Hvernig fer þetta fram?

Strax í kjölfar slyss er mikilvægt að bregðast fljótt við og tryggja sönnun atvika, t.d. með því að gefa lögregluskýrslu og leita til læknis.

Best er að leita sem fyrst til lögmanna okkar sem hefjast þegar handa við mikilvæga gagnaöflun og upplýsingagjöf á frumstigum máls. Lögmenn okkar sjá einnig um að tilkynna hlutaðeigandi aðilum um slysið og rjúfa fresti sem kunna að gilda í hverju tilviki fyrir sig.

Rekstur bótamáls getur verið nokkuð tímafrekur og má reikna með því að a.m.k. ár líði frá slysi þar til hægt er að meta afleiðingar þess á tjónþola. Umbjóðendur okkar hafa margir lýst þeirri skoðun að léttir fylgi því að geta einbeitt sér að bata sínum í stað þess að hafa áhyggjur af réttindum í tengslum við slysið.

Hvað kostar að leita réttar síns?

Fyrsta viðtal við lögmann hjá okkur er ávallt að kostnaðarlausu. Hjá okkur er engin áhætta lögð á viðskiptavininn. Ef engar bætur fást greiddar, greiðir viðskiptavinur enga þóknun fyrir þjónustuna.

Í flestum málaflokkum er það svo að hinn skaðabótaskyldi greiðir lögmannsþóknun til tjónþola. Kostnaður við þjónustu okkar er því ekki greiddur fyrr en við uppgjör bóta og þarf viðskiptavinurinn því aldrei sjálfur að leggja út fyrir neinum kostnað. Tjónþolar þurfa því ekki að hafa neinar áhyggjur af kostnaði við að leita til lögmanna okkar.

Engar bætur – engin þóknun.

Hvaða bótum má reikna með?

Mismunandi bótaþættir koma til greina eftir því um hvers konar slys er að ræða. Þannig má t.d. nefna að við umferðarslys, fer um uppgjör kröfu samkvæmt skaðabótalögum og fer þá fram mat á afleiðingum slyssins samkvæmt lögunum. Bæði tímabundnar og varanlegar afleiðingar eru þá metnar og má tjónþoli búast við að m.a. verði lagt mat á hvort hann hafi hlotið varanlegan miska og örorku vegna slyssins. Fjárhæð bóta fer svo eftir því hversu miklar afleiðingarnar eru og öðrum þáttum sem teknir eru með í reikninginn.

Í öðrum málaflokkum, t.d. frítímaslysum, fer um útreikning bóta samkvæmt viðkomandi vátryggingarsamningi og mati sem framkvæmt er á grundvelli samningsins.

Lögmenn okkar leiðbeina tjónþolum og greina hvaða bætur koma til greina í hverju tilfelli fyrir sig.