Hjá einstaklingum sem lenda í slysum og óhöppum tekur oft á tíðum við mikil óvissa. Þannig geta slys og óhöpp valdið miklum líkamlegum einkennum og verkjum. Einstaklingur getur verið frá vinnu eftir slys eða átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu með góðu móti. Líkamleg og fjárhagsleg málefni geta því blandast saman og valdið mikilli óvissu og kvíða.
Einstaklingur sem lendir í slysi þarf því bæði að standa í því á sama tíma að ná líkamlegum bata og finna útúr því hvaða bótarétt hann á. Að standa í þessu tvennu á sama tíma getur verið flókið og streituvaldandi. Þessi óvissa getur því gert illt verra.
Mjög mikilvægt er að leita strax til læknis eftir slys. Það er ekki síður mikilvægt að leita til lögmanns til að fá upplýsingar um réttindi sín og hvaða atriði sé mikilvægt að hafa í huga eftir slys. Hlutverk lögmanns er að útskýra á einfaldan hátt hvaða bótarétt viðkomandi á og hvernig ferlið virkar. Lögmaðurinn tekur svo við keflinu varðandi það að tryggja þann rétt til fulls og sér um öll samskipti fyrir þína hönd. Með því er þungu fargi létt af einstaklingum og geta þeir einbeitt sér að því að ná bata.
Mikilvægt er að sá lögmaður sem leitað er til sé vel að sér í líkamstjónarétti og þekki vel til á réttarsviðinu. Þá er gríðarlega mikilvægt að lögmaður þinn sé vel inni í þínu máli á öllum stigum, sé í reglulegu sambandi við þig í gegnum allt ferlið. Milliliðalaus aðgangur að þínum lögmanni og regluleg samskipti geta ráðið úrslitum við útkomu á því hvort bótaréttur sé tryggður sem og hver endanleg fjárhæð bóta verður þegar bætur eru gerðar upp í lok máls. Ýmsir þættir geta þannig haft áhrif á niðurstöðu máls og geta rétt handbrögð lögmanns skipt sköpum. Með öðrum orðum gildir það í þessu sem öðru að vel unnið verk frá upphafi skilar af sér betri niðurstöðu og þar með möguleika á hærri bótum.
Hjá Óhappi slysa- og bótamálum sinnir lögmaður þinn málinu á öllum stigum og leitast lögmenn okkar eftir því að vera í reglulegu og góðu sambandi við þig í gegnum allt ferlið. Við viljum heyra í þér sem oftast og leggjum okkar alla fram við að hjálpa þér.
Hafðu samband við okkur hér, í síma 595-4545 eða í gegnum heimasíðuna www.ohapp.is.