Líkamsárás

Bótaréttur vegna líkamsárásar

Sá sem verður fyrir líkamsárás á í flestum tilvikum rétt á bótum úr hendi árásarmannsins. Nauðsynlegt er að kæra líkamsárás án tafar til lögreglunnar og leita aðstoðar lögmanns við gerð bótakröfu.

Ef lögreglan ákveður að ákæra í málinu og sakamál höfðað, er unnt að koma bótakröfunni að í slíku máli. Sé ákæra ekki gefin út, er engu að síður unnt að höfða einkamál á hendur árásarmanni.

Ef árásarmaður er óþekktur eða finnst ekki, getur bótaréttur engu að síður verið til staðar. Í þeim tilvikum er einnig mikilvægt að kæra árásina til lögreglu.

Bótaréttur getur verið til staðar úr bótasjóð fyrir þolendur afbrota, en sá sjóður er fjármagnaður af opinberu fé.

Þeir sem eru tryggðir frítímaslysatryggingu hjá sínu tryggingafélagi, svo sem í heimilis- eða fjölskyldutryggingu, geta til viðbótar átt rétt úr þeirri tryggingu vegna afleiðinga líkamsárásar. Mikilvægt er að leita sem fyrst til lögmanns hafir þú orðið fyrir líkamsárás.

Hafa samband

10 + 15 =