Læknamistök

Ekki skilyrði að mistök hafi verið gerð

Sjúklingar sem hafa undirgengist læknismeðferð og hlotið tjón af, geta átt rétt á bótum vegna þess tjóns. Má þar t.d. nefna að sjúklingur getur átt rétt á bótum ef meðferð hans var ekki hagað eins vel og unnt var, tjón hlýst af bilun eða galla í búnaði eða ef beita hefði átt annarri sjúkdómsmeðferð.

Ekki er þó skilyrði að læknamistök hafi verið gerð, heldur getur tjónþoli átt rétt á bótum vegna fylgikvilla sem er meiri en svo að sanngjarnt teljist að láta sjúklinginn bera bótalaust. Heilbrigðisstarfsmenn eru tryggðir, ýmist af íslenska ríkinu eða vátryggingafélögum, og er bótakröfum almennt beint að ríkinu eða vátryggingafélögunum. Um réttindi fer eftir lögum um sjúklingatryggingu og skaðabótalögum.

Hafðu samband

4 + 12 =