Frítímaslys

Slys á heimili eða í frítíma.

Frítímaslys eru þau slys sem bera að garði í frítíma viðkomandi tjónþola. Tjónþolar geta verið tryggðir fyrir slíkum slysum í heimilis- og fjölskyldutryggingum. Einnig geta tjónþolar átt bótarétt úr slysatryggingum launþega, í þeim tilvikum þar sem kveðið er á um í kjarasamningum að starfsmenn njóti tryggingarverndar í frítíma sínum.

Ef tjónþoli er með almenna slysatryggingu, gildir hún jafnt um frítímaslys og slys við vinnu. Frítímaslys sem er valdið af öðrum einstaklingi, af ásetningi eða gáleysi, getur verið bótaskylt úr ábyrgðartryggingu viðkomandi aðila sem veldur tjóninu, hafi hann á annað borð slíka tryggingu hjá tryggingafélagi.

Á skattframtali er unnt að óska eftir slysatryggingu við heimilisstörf. Þeir sem óska eftir slíkri tryggingu eiga rétt á bótum vegna slysa sem verða við heimilisstörf.

Hafðu samband

13 + 8 =