Vinnuslys

Slys við störf, eða á leið til og frá vinnu

Vinnuslys geta orðið við störf eða á leið til og frá vinnu. Þeir sem slasast eiga rétt á bótum úr slysatryggingu launþega, sem er skyldutrygging samkvæmt kjarasamningsbundnum réttindum. Þá á hinn slasaði einnig rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands. Sé um að ræða vinnuslys þar sem skráningaskylt ökutæki kemur við sögu í vinnuerindum starfsmanns, eða á beinni leið til eða frá vinnu, gilda reglur um umferðaslys um bætur vegna slyssins.

Sé slys tilkomið vegna atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, getur til viðbótar verið um að ræða bótarétt úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda, sé hún til staðar. Þetta getur t.d. verið vegna mistaka eða gáleysis annarra starfsmanna, vanbúnaðar á vinnustað eða ófullnægjandi leiðbeiningar verkstjóra.

Mikilvægt er að vinnuslys séu tilkynnt strax og að vandað sé til verka við tilkynningar. Því er mikilvægt að leita aðstoðar lögmanns sem fyrst vegna vinnuslysa. Tilkynningar skal senda til Sjúkratrygginga Íslands, Vinnueftirlits ríkisins og viðkomandi tryggingafélags.

Hafa samband

4 + 4 =