Annað tjón

Tjón geta orðið á marga vegu og er sjálfsagt að leita til okkar með hvers konar tjón sem orðið hefur, með það fyrir augum að kanna hvort bótaréttur er til staðar. Nokkur dæmi um annars konar tjón sem við höfum sótt fyrir umbjóðendur okkar eru eftirfarandi:

Tjón vegna myglusvepps

Tjón vegna myglusvepps getur verið umsvifamikið og erfitt viðureignar. Bæði leigjendur og eigendur fasteigna geta átt bótarétt vegna slíks tjóns, m.a. vegna viðgerða og innanstokksmuna.

Líf- og sjúkdómatryggingar

Ýmis álitaefni geta komið upp við uppgjör úr líf- og sjúkdómatryggingum. Má þar t.d. nefna hvort vátryggingafélagi er heimilt að skerða líftryggingarbætur til tjónþolans vegna háttsemi hans á meðan hann lifði. Lögmenn Óhapp.is hafa komið að dómsmálum þar sem vátryggjendur hafa reynt að skerða bætur til tjónþola vegna meintra reykinga hins vátryggða og koma reglulega upp svipuð álitaefni.

Ólögmæt handtaka og aðrar aðgerðir lögreglu

Þeir sem hafa orðið fyrir ólögmætum eða tilhæfulausum þvingunaraðgerðum lögreglu á borð við handtöku eða hlerun geta átt bótarétt vegna miska eða annars tjóns sem þeir hafa orðið fyrir vegna aðgerðanna. Algengt er að tjónþolar fái gjafsóknarleyfi vegna málareksturs til að sækja slíkar bætur.

Hafðu samband

5 + 4 =