Fasteignagalli

Fasteignakaup eru yfirleitt stærstu fjárfestingar sem einstaklingar ráðast í um ævina. Mikilvægt er að vanda vel til verka við fasteignakaup og að kaupendur kynni sér vel ástand eignarinnar sem þeir hyggjast kaupa. Að sama skapi hvílir upplýsingaskylda á seljanda eignarinnar og ber honum að veita upplýsingar um eignina við skoðun og í söluyfirliti.

Komi síðar í ljós gallar á eigninni, sem ekki mátti ætlast til að kaupandi gæti komið auga á við skoðun, kann bótaréttur að stofnast úr hendi seljanda. Ef seljanda var kunnugt um galla á fasteigninni, en greindi ekki frá þeim og kaupandi gat ekki komið auga á við skoðun, eru yfirgnæfandi líkur að um bótaskyldu sé að ræða. Það er þó ekki ótvírætt skilyrði að seljandi hafi vitað um galla á fasteign sinni svo til bótaréttar kunni að stofnast. Þá er gjarnan talað um leyndan galla á fasteigninni, þ.e. hvorki kaupandi né seljandi vissu um gallann við kaupin. Sé gallinn það mikill að umfangi miðað við verðmæti fasteignarinnar, getur bótaréttur stofnast úr hendi seljanda.

Í fasteignagallamálum er mikilvægt að leita aðstoðar lögmanns. Náist ekki sættir um málið án aðkomu dómstóla bætir málskostnaðartrygging/réttaraðstoðartrygging, sem viðkomandi kann að hafa hjá sínu tryggingarfélagi í gegnum húseigendatryggingu, kostnað við lögmannsaðstoð.

9 + 15 =