Sjóslys

Sjómenn eiga víðtækan bótarétt – ekki þörf á að finna sökudólg

Réttur skipsverja til bóta fyrir slys um borð er ríkur og má þar nefna að skylt er að tryggja sjómenn á stærri og minni bátum svokallaðri slysatryggingu sjómanna, samkvæmt kjarasamningum eða siglinga- og skaðabótalögum. Annast tryggingafélög alla jafnan afgreiðslu bótakrafna vegna slysa skipverja og er mikilvægt að sjómenn hafi lögmann í málarekstri sínum.

Það hefur sannað sig ítrekað að afar mikilvægt er að leita tafarlaust til sérfræðinga á sviði bótaréttar eftir að sjóslys verður til að unnt sé að tryggja sönnun á atvikum málsins og skera úr um hvort bótaréttur er til staðar vegna slysa. Þannig sinnir sérfræðingurinn mikilvægri gagnaöflun í málinu, sem felst í tilviki sjóslysa t.d. í því að afla skipsdagbókar, skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa, lögregluskýrslu og áverkavottorðs. Eins er það hlutverk sérfræðingsins að rjúfa fresti sem tjónþoli hefur til að tilkynna slys og gæta hagsmuna tjónþola við uppgjör og útreikning bóta. Ef þessu er ekki sinnt eiga tjónþolar það á hættu að glata eða eiga erfitt með að sækja rétt sinn til bóta.

Áður fyrr þurftu sjómenn og aðrir skipverjar að sanna að skipsfélagar þeirra ættu sök á slysinu eða öðru sem útgerðarmaður bar ábyrgð á. Þetta kom sér afar illa og varð frekar til að sundra sjómannastéttinni en sameina þegar erfiðleikar vegna líkamstjóna komu í ljós. Nú er öldin önnur og snúast líkamstjónamálin ekki um að finna sökudólg, heldur hvort orðið hefur slys í lagalegum skilningi eða ekki.

Hafa samband

3 + 3 =