Þann 6. október 2017 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið til þess að greiða skjólstæðingi Óhapps slysa- og bótamála bætur eftir að hún fékk gaskút í höfuðið, þar sem hún lá sofandi í tjaldi sínu. Hlaut hún mikla höfuðáverka við óhappið.

Dómurinn felldi úrskurð bótanefndar vegna þolenda afbrota úr gildi, en nefndin hafði hafnað kröfu konunnar um bætur með þeim rökum að of mikil óvissa væri uppi í málinu um hvernig konan hefði hlotið áverkana. Í dómsmálinu var því einkum deilt um hvort sannað þætti að áverkarnir hefðu hlotist af því að gaskúti var kastað á tjaldið.

Niðurstaða dómsins var á þá leið að sannað þótti að konan hefði fengið gaskútinn í höfuðið og því ætti hún því rétt á bótum úr bótasjóði vegna þolenda afbrota, enda hafi verið um að ræða tjón sem hlaust vegna refsiverðs verknaðar óþekkts geranda.

Umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið má finna með því að smella hér og dóminn sjálfan má nálgast með því að smella hér.

Fyrir tjónþola flutti Ívar Þór Jóhannsson héraðsdómslögmaður og einn eiganda Óhapps slysa- og bótamála.

Óhapp slysa- og bótamál hvetja alla sem lent hafa í slysum og/eða líkamsárásum að leita ráðgjafar hjá lögmönnum fyrirtækisins. Hafa má samband í síma 595-4545 eða í gegnum heimasíðuna www.ohapp.is.