Færst hefur í aukana að einstaklingar notist við rafmagnshlaupahjól eða rafskútur til að ferðast á milli staða. Á sama tíma hefur óhöppum og slysum vegna notkunar á hlaupahjólum fjölgað í takt.

Vakna þá gjarnan spurningar um bótarétt þeirra einstaklinga sem slasast við notkun rafmagnshlaupahjóla. Að öllum líkindum er bótaréttur til staðar. Ef um er að ræða árekstur við bifreið eða annað skráningarskylt ökutæki er að öllum líkindum réttur til bóta úr lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækisins. Skiptir þá ekki máli hvort ökumaður hlaupahjólsins hafi verið í rétti eða órétti.

Hins vegar ef um er að ræða óhapp eða slys þar sem ökumaður hlaupahjólsins fellur af því og slasast, án þess að um sé að ræða árekstur við annað ökutæki, kann að vera til staðar bótaréttur úr almennri slysatryggingu eða úr frítímaslysatryggingu í heimilistryggingu sem viðkomandi kann að hafa hjá sínu tryggingarfélagi.

ÓHAPP slysa- og bótamál hvetja alla þá sem hafa slasast við notkun á rafmagnshlaupahjólum eða rafskútum til að hafa samband við lögmenn okkar og kanna rétt sinn sér að kostnaðarlausu. Sími 595-4545 eða ohapp@ohapp.is